Á sunnudaginn er messa kl. 11, þá mun séra Sveinn Valgeirsson prédika og þjóna. Sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu í umsjón séra Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Athugið að sunnudagaskólanum fer að ljúka þennan veturinn, bara tvö skipti eftir. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Á mánudagskvöldið er síðasta prjónakaffið fyrir sumarfrí, það byrjar kl. 19. Súpa, kaffi og meðlæti. Bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. BACH tónleikar í kvöld öll þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Dómkirkjunni. Opna húsið byrjar aftur fimmtudaginn 27. apríl í safnaðarheimilinu. Þá mun Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands verða gestur okkar. Hlökkum til að njóta sumarsins með ykkur, verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2017 kl. 8.58