Á laugardaginn, 25. mars, sem er Boðunardagur Maríu, er boðið til Kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Dagskráin hefst kl. 9 og lýkur fyrir kl. 16. Kyrrðardagur, retreat, er dagur hvíldar, friðar og endurnæringar. Safnaðarheimilið býður upp á góða aðstöðu til að lesa, hugleiða, slaka á í næði. Í Baðstofunni er útbúin kapella, bænastaður og þar mun Karl Sigurbjörnsson biskup leiða íhuganir um Maríu guðsmóður og fræða um notkun bænabandsins í trúarlífi. Að lokinni íhugun og fararblessun í Dómkirkjunni um kl. 15 verður þögnin rofin og boðið upp á kaffi í Safnaðarheimilinu. Gjald kr. 5000, fyrir mat og kaffi og bænabandið. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2017 kl. 14.15