Æðruleysismessa kl. 20 í kvöld, 19. mars.
Æðruleysismessur snúast um að dvelja hér og nú, að vera í nærveru hvers annars, við fætur Æðri máttar. Þar sem messurnar eru í anda tólf sporanna kemur félagi og deilir reynslu sinni.
Díana Ósk leiðir stundina og fer með okkur í sameiginlega bæn, Ástvaldur verður við pianóið, Bjarni Ara tekur lagið og Sr. Fritz Már fer með hugleiðingu.
Stundin er búin kl. 21:00 en við bjóðum upp á fyrirbæn fyrir þau sem það vilja eftir stundina.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/3 2017 kl. 11.42