6. janúar klukkan 20.00. Jólin kvödd-Þrettándatónleikar Dómkórsins.
Flutt verður tónlist tengd jólum og þrettándanum auk tveggja verka eftir Benjamin Britten, A Hymn to the Virgin og hið undursamlega A Ceremony of Carols op. 28 sem kórinn flytur ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara.
Miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð er 3.000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/12 2024 kl. 17.07