Hátíðarguðþjónusta á sunnudag 10. nóvember klukkan 11.00 á kristniboðsdaginn og á kirkjudegi Dómkirkjunnar, er var vígð 1796.
Í messunni verða fluttir sungnir messuliðir eftir Þorvald Halldórsson söngvara í minningu hans, og þess kristniboðsstarfs sem hann sinnti á Íslandi um áratuga skeið. Sr. Elínborg Sturludóttir, séra Sveinn Valgeirsson, Sigríður Schram, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi.
Í dag, miðvikudag klukkan 18.00 er örpílagrímaganga með séra Elínborgu frá Dómkirkjunni. Á morgun, fimmtudag er tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15 og kl. 17.00 .Á morgun, fimmtudag ætlar séra Elínborg að fjalla um Ólafíu þessa stórmerku konu í safnaðarheimilinu kl. 13.00. Kaffiveitingar og gott samfélag.
Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2024 kl. 11.44