Dómkirkjan

 

Hvað getum við lært af Rannveigu Löve? Þriðjudaginn 7. október fáum við góðan gest í Opna húsið. Elín Elísabet Jóhannsdóttir Löve, fræðslustjóri á Biskupsstofu. Hún er með MA. í jákvæðri sálfræði og er fjölskyldufræðingur og kennari. Fyrirlesturinn “Hvað getum við lært af Rannveigu Löve”? er byggður á lítilli rannsókn í anda jákvæðrar sálfræði og fjölskyldufræða, þar sem skoðað er hvað Rannveig gerði sér til hagsbóta, til að bæta lífsgæði sín og hamingju í kjölfar makamissis. Þar er m.a. fjallað um einmanaleika og lífsþorsta. Byrjum í kirkjunni kl. 12.00 með bæna-og kyrrðarstund, síðan förum við í safnaðarheimilið og fáum hressingu og hlýðum á forvitnilegan fyrirlestur Elínar Elísabetar. Við þökkum sr. Báru Friðriksdóttur kærlega fyrir fræðsluna sl. þriðjudag. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2025 kl. 12.14

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS