Dómkirkjan

 

Messa sunnudaginn 5. janúar kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Sönghópurinnn Marteinn. Verið velkomin!

marteinn

 

Sönghópurinn Marteinn samanstendur af um 40-50 vinum sem sungu í Dómkórnum undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista á einhverjum tímapunkti á árunum 1978 til 2010. Þó liðin séu brátt 15 ár frá andláti stjórnandans þá heldur kórinn áfram að hittast og rifja upp gamlar minningar og rækta áratuga vináttu. Æfingar eru óreglulegar og ráðast oftast af væntanlegu viðfangsefni eða einhverju skemmtilegu tilefni. Þrír meðlimir kórsins hafa deilt því verkefni að reyna að fylla í skarð Marteins: Þórunn Björnsdóttir, þekktur stjórnandi barna- og unglingakóra, hæfileikaríki tenórinn Sigmundur Sigurðarsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem starfar að jafnaði sem dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Kórinn fer reglulega í æfingabúðir og ferðalög og er nýkominn frá Spáni þar sem hann tók þátt í stóru kóramóti og kom sjálfum sér og öðrum á óvart með glæsilegri frammistöðu. Sönghópurinn Marteinn fagnar því að geta haft kóræfingar í Dómkirkjunni og langar að þakka fyrir sig með jólatónleikum þriðjudaginn 17. desember kl. 21:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2025 kl. 18.50

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS