Dómkirkjan

 

Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 þar sem Páls Ísólfssonar er minnst.

Þann 12. október nk. eru 130 ár liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar orgel- og píanóleikara, hljómsveitar- og söngstjóra og tónskálds. Páll gegndi mörgum störfum en m.a. var hann dómorganisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um árabil. Tónskóli Þjóðkirkjunnar og Dómkirkjan minnast þessara tímamóta með messu í Dómkirkjunni þann 15. október nk. kl. 11 þar sem nemendur Tónskólans leika forspil og eftirspil eftir Pál Ísólfsson og Max Reger.
Víst ertu Jesús, kóngur klár. Höf. Páll Ísólfsson. Hrafnkell Karlsson leikur.
Eftirspil: Introduktion und Passacaglia. Höf. Max Reger, kennari Páls Ísólfssonar. Pétur Nói Stefánsson leikur.
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Kl. 12:30 flytur Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar um ævi og störf Páls. Kirkjukaffi.
Verið öll hjartanlega velkomin!:

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2023 kl. 10.15

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS