Dómkirkjan

 

Helgihald um jól og áramót

24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk guðþjónusta kl. 15.00.
Prestur séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
Kári Þormar organisti og Hafsteinn Þorólfsson syngur.
Aftansöngur kl. 18.00
Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar í Dómkirkjunni. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918 og hefur þessari guðsþjónustu verið útvarpað á BBC frá 1928.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti leiða guðþjónustuna.
Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðþjónusta kl. 11.00
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Mánudagur 26. desember
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Þriðjudagur 27.desember
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
Gamlársdagur 31.desember
Aftansöngur séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Nýársdagur 1. janúar 2023
Hátíðarguðþjónusta klukkan 11.00 Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Barokksveit leikur tvö verk í hátíðarguðþjónustunni.
Flytjendur eru:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Nicky Swett, selló
Halldór Bjarki Arnarson, semball
Tónleikar 2. janúar 2023
Barokkveisla nýja ársins
Barokktónleikar í Dómkirkjunni, 2. janúar 2023 kl. 20:00.
Þau Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir, Ísak Ríkharðsson, Ásta Kristín Pjetursdóttir og Halldór Bjarki Arnarson eru orðin góðkunn íslenskum áheyrendum m.a. sem meðlimir kammersveitarinnar Elju, en hér koma þau saman í fyrsta sinn í nýrri uppstillingu með barokktónlist í forgrunni og leika verk eftir Corelli, Vivaldi og Leclair.
Ítalska tónskáldið Arcangelo Corelli hafði gríðarleg áhrif á barokktónlist á Ítalíu með sínum einfalda og hnitmiðaða stíl sem þrátt fyrir það bjó yfir ótrúlegum sprengikrafti. Hér má heyra fjölbreytta flóru verka sem samin eru í kjölfarið á þessum stíl, sem þróaðist hratt og færðist brátt út fyrir landsteinana. Í þessum sjaldheyrðu tónlistarperlum barokksins má greina sameiginlegan undirtón, en á sama tíma einstakan persónuleika hvers tónskálds.
Flytjendur:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Nicky Swett, selló
Halldór Bjarki Arnarson, semball
Almennt miðaverð er 3.500 kr. en 2.000 kr. fyrir námsmenn. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði RANNÍS.81030080_10157844970915396_6338805055205933056_n

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2022 kl. 23.57

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS