Dómkirkjan

 

Tónleikar Kristins Svavarssonar saxófónleikara og Hörpu Þorvaldsdóttur píanóleikara og söngkonu 4. desember kl. 20.30 í Dómkirkjunni.

317320593_10160521115900396_7543706455348257502_nJólaplatan Bráðum koma blessuð jólin er afrakstur samstarfs Kristins Svavarssonar saxófónleikara og Hörpu Þorvaldsdóttur píanóleikara og söngkonu en þau störfuðu bæði við Laugarnesskóla í Reykjavík. Á aðventunni léku þau jólalög á einskonar örtónleikum milli 8:15 – 8:30 alla skóladaga á aðventunni og fundu fljótt fyrir því að nemendur, starfsfólk og foreldrar kunnu vel að meta.
Jólalög frá hinum ýmsu löndum í fallegum útsetningum þeirra fanga hátíðlega stemmningu sem lætur engan ósnortinn.
Kristinn Svavarsson er fæddur í desember árið 1947 og verður því 75 ára á þessu ári. Hann hóf að leika með hljómsveitum á unga aldri og er enn að. Aðalhljóðfærið hefur ávallt verið saxófónn og hefur hann
leikið á það hljóðfæri við alls konar tækifæri og alls konar tónlist, jafnt rockabillí sem klassík.
Meðal þeirra hljómsveita sem hann hefur leikið í er Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Sálin (gamla útgáfan
kringum 1970) HLH flokkurinn, Brimkló, Brunaliðið, hljómsveit Björgvins Halldórssonar, en þekktastar
eru án efa Mezzoforte, Stórsveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hann hefur einnig leikið inn á um 300 hljómplötur um ævina og gefið út tvær einleiksplötur í eigin nafni, en er um þessar mundir að vinna að hinni þriðju með eigin efni.
Harpa Þorvaldsdóttir útskrifaðist með masterspróf í óperusöng frá tónlistarháskólanum
Mozarteum í Salzburg í Austurríki vorið 2011 og starfar sem tónmenntakennari við Laugarnesskóla í Reykjavík. Hún er söngkona og píanóleikari í hljómsveitinni Brek og var einnig meðlimur í hljómsveitinni Groundfloor og djasskvartettinum SoundPost. Hún gaf út sólóplötuna Embrace árið 201

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2022 kl. 19.18

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS