Hátíðarguðþjónusta í Dómkirkjunni klukkan 11.00 á kristniboðsdaginn og á kirkjudegi Dómkirkjunnar, er var vígð 1796. Biskup íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir tekur á móti nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar.
Séra Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambands Íslands predikar. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar og biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjóna fyrir altari. Ástbjörn Egilsson leiðir signingu og upphafsbæn. Fulltrúar sálmabókanefndar lesa ritningarlestra við sérstaka helgun nýrrar sálmabókar til lofgjörðarþjónustu safnaðanna og Edda Möller framkvæmdastjóri Kirkjuhússins afhendir Biskupi Íslands hina Nýju Sálmabók.
Þátttakendur í almennri kirkjubæn: Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Elísabet Jónsdóttir kristniboði, Ástbjörn Egilsson , Sveinn Valgeirsson. sóknarprestur. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2022 kl. 7.52