Verið velkomin til okkar í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.
Góð vika framundan í safnaðarstarfinu.
Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson klukkan 20.00-20.30. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga með séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur klukkan 18.00.
Tíðasöngur mið-og fimmtudag kl. 9. 15 og klukkan 17.00 á fimmtudaginn.
Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona og Sveinn Hauksson gítarleikari flytja nokkur þekkt íslensk dægurlög sem tengjast ástinni. Lögin eru af nýrri plötu sem kemur út á næstu dögum.
Í opna húsinu á fimmtudaginn er söngur og gleði,kaffi og kræsingar.
Opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a 3. nóvember klukkan 13.00- 14.30.
Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2022 kl. 15.09