Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 16. október messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Hressing í safnaðarheimilinu.

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.00.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni.
Sveinn Valgeirsson er með tíðasöng þri-mið-og fimmtudagsmorgna klukkan 9.15 einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum.
Örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur klukkan 18.00 á miðvikudögum, hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni.
Karl Sigurbjörnsson biskup er gestur okkar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a á fimmtudaginn 13. október, hann mun rifja upp bernskuminningar af Skólavörðuholtinu. Byrjum kl. 13.00 með kaffi og góðu meðlæti.
Fimmtudagskvöldið 13. október verður kvöldkirkjan í Dómkirkjunni kl. 20-22. Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20.00 og 21.00 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.
Tónleikar Dómkórsins 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju.
Johann Sebastian Bach: Messa í H-moll
Dómkórinn ásamt kammersveit
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Þorbjörn Rúnarsson
Jón Svavar Jósefsson
Stjórnandi: Kári Þormar
Sunnudaginn 16. október messa  klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn. Hressing í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2022 kl. 12.51

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS