Dómkirkjan

 

Messa á morgun sunnudag klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir þjónar, Kári Þormar organisti og Dómkórinn.

Á mánudagskvöldið 12. september er stund í Dómkirkjunni kl. 20:00 þar sem alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi. Systur sjá um tónlistarflutning. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugvekju, Einar Þór Jónsson verður með innlegg sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verður fundarstjóri. Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.  Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á þriðjudaginn verður að þessu sinni í safnaðarheimilinu klukkan 12.00. Á þriðjudagskvöldið klukkan 20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar.                          Á miðvikudaginn hefjast örpílagrímagöngur aftur með séra Elínborgu klukkan 18.00 frá Dómkirkjunni. Þri-mið og fimmtudagsmorgna klukkan 9.15 er tíðasöngur sem séra Sveini sem og  klukkan 17.00 á fimmtudögum.  Opna húsið byrjar fimmtudaginn 15. september klukkan 13.00 í safnaðarheimilinu, fyrsti gestur vetrarins er Hjördís Geirsdóttir söngkona. Gott með kaffinu og skemmtilegt samfélag. Verið hjartanlega velkomin í gott safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

 

 

69494973_10157519845345396_2100910122153803776_n (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2022 kl. 17.07

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS