Dómkirkjan

 

Bæna-og kyrrðarstund, tíðasöngur, örpílagrímaganga, opna húsið, guðþjónusta og æðruleysismessa!

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstundinu í hádeginu í dag, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Þriðjudagstónleikar Ólafs Elíassonar falla niður í kvöld vegna veikinda. Tíðasöngur er þriðju-miðviku-og fimmtudagsmorgna klukkan 9. 15 með séra Sveini og klukkan 17.00 á fimmtudögum. Örpílagrímagöngur klukkan 18.00 alla miðvikudaga með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefjast með stuttri hugvekju í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn hefst Opna húsið að nýju í safnaðarheimilinu. Byrjum klukkan 13.00 gott með kaffinu og fyrsti gestur haustsins er Hjördís Geirsdóttir söngkona. Á sunnudaginn er messa klukkan11.00 prestur séra Sveinn Valgeirsson og æðruleysismessa klukkan 20.00. Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2022 kl. 16.13

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS