Dýrmæt stund í Dómkirkjunni í gærkvöld sem haldin var í tilefni af forvarnardegi sjálfsvíga. Markmið dagsins er að vekja umræðu um sjálfsvígsforvarnir, stuðning við ástvini og minnast þeirra sem hafa svipt sig lífi. Fallegt hjá slökkviliðsmönnum að standa heiðursvörn við kirkjuna, þegar ástvinir þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi komu til stundarinnar. Kveikt var á 39 kertum á kirkjutröppunum, en að meðaltali eru það 39 manns sem deyja í sjálfsvígi á Íslandi á ári. Virkjum von!
Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2022 kl. 16.06