Dómkirkjan

 

Tónleikar föstudaginn 30. júní klukkan 12.00-14.00.

Á morgun föstudag verða tónleikar í Dómkirkjunni frá 12.00-14.00 Tónlistarhópurinn Klassík og gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson.
Í Klassík hópnum eru þrír ungir fiðluleikar, Helga Diljá Jörundsdóttir, Margrét Lára Jónsdóttir og Tómas Vigur Magnússon. Einnig mun Bjarni Már Ingólfsson Þau stunda öll framhaldsnám í fiðluleik undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa meðlimir hópsins mikla reynslu af tónlistarflutningi klassískrar tónlistar. Þau hafa sótt fjölda námskeiða í fiðluleik, bæði hérlendis og erlendis og hafa tekið þátt í keppnum í fiðluleik og unnið til verðlauna.
MEISTARAVERK JAZZINS Í EINLEIKSBÚININGI
Meistaraverk jazzins í einleiksbúningi er verkefni sem gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson stendur fyrir. Í þessu verkefni mun Bjarni halda fjölda tónleika á ýmsum vettvöngum í Reykjavík með eigin útsetningum af jazz tónsmíðum frá ýmsum
tímabilum jazzsögunnar, allt frá söngleikjasmellum fjórða og fimmta áratugarins til azz tónsmíða dagsins í dag. Bjarni lauk Bachelorsnámi sínu í jazzgítarleik vorið
2022 frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og mun hefja Mastersnám í azzgítarleik þar í haust.
Útsetningar og spunar Bjarna Más útfrá tónverkum jazzsögunnar verða stúdía í ólíkum nálgunum á hljóðfærinu við einleiksaðstæður og verða útsetningarnar
margslungnar og spennandi útvíkkun á þessum meistaraverkum jazzsögunnar.
Hægt verður að fylgjast með ferli verkefnisins og tónleika auglýsingum á Instagram
og Facebook síðum.
Verið velkomin á fría tónleika í Dómkirkjunni á góðum föstudegi!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2022 kl. 12.56

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS