Í dag þriðjudag kl. 12.10 er bænastund í hádeginu sem Karl biskup mun leiða. Hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld kl. 20.20. Athugið að örpílagrímagangan fellur niður á morgun, miðvikudag. Á fimmtudaginn ætlum við í Opna húsinu að hittast í Marshall húsinu út á Granda kl.13.00. Þorlákur Einarsson tekur á móti okkur og segir sögu hússins. Við fáum okkur síðan kaffi þar,áður en við höldum heim á leið. Tíðasöngurinn verður á sínum stað 16.45-17.00 á fimmtudaginn. Sunnudagaskóli og messa á sunnudaginn kl. 11 séra Elínborg Sturludóttir prédikar.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2019 kl. 10.23