Minni á að á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Athugið að þessu sinni er hún í safnaðarheimilinu. Góð og nærandi stund, gott að eiga þessa stund, smá frí frá amstri dagsins. Fyrirbænir má senda inn á domkirkjan@domkirkjan.is Annað kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Á fimmtudaginn fáum við góðan gest í Opna húsið kl. 13.30 Unni Halldórsdóttur, hagyrðing frá Minni Borg í Grímsnesi. Veislukaffið hennar Ástu okkar á sínum stað. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur þjónar næsta sunnudag 15. október. Nú styttist í að ráðinn verði nýr prestur sem starfa mun við hlið séra Sveins. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með sinn fyrsta fund á þessum vetri á miðvikudaginn kl. 17 og fermingarfræðslan er kl. 16 á miðvikudaginn. Verið velkomin í Dómkirkjustarfið!
Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2017 kl. 14.15