Dómkirkjan

 

Þessi bráðskemmtilegu ungu menn verða með sunnudagaskólann á kirkjuloftinu á sunnudaginn kl. 11. Fræðandi og skemmtilegt starf. Velkomin til messu þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar, Dómkórinn og Kári leikur á orgelið. Ólöf Sesselja verður meðhjálpari. Bílastæði við Alþingishúsið. Hlökkum til að sjá ykkur. Nú byrja æðruleysismessuurnar aftur eftir sumarfrí, 17. september kl. 20 Kæru fjölskylda, vinir og félagar nú hefjast Æðruleysismessurnar aftur. Merkið kvöldið á dagatalið og setjið áminningu í símann ;) Gefum okkur tækifæri á að nærast í dagsins önn, kyrrum hugann, róum taugarnar, hvílum lúin bein, dveljum í nærveru heilags anda og njótum samfélags. Hlustum á félaga deila reynslu sinni, heyrum hugleiðingu, syngjum og biðjum saman á sunnudaginn 17. Sept kl. 20:00 í Dómkirkjunni :D Díana Ósk mun leiða stundina, Sr. Fritz Már mun flytja hugleiðingu, Sr. Sveinn mun leiða bænina og Ástvaldur mun stýra tónlistinni. Deilið þessu til sem flestra svo fleiri fái tækifæri til þess að njóta stundarinnar.

 

 

 

IMG_4549

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2017 kl. 4.05

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS