Sunnudaginn 10. september mun Karl Sigurbjörnsson biskup prédika og þjóna kl. 11. Helga Hjálmtýsdóttir les ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og Kári er organisti. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum á bílastæðin við Alþingi. Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Létt máltíð í safnaðarheimilinu á eftir. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2017 kl. 10.44