Prestvígsla, sunnudagaskóli og Kolaportsmessa á sunnudaginn kemur
Prests- og djáknavígsla kl. 11. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Einnig verður cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Vígsluvottar verða sr. Kristín Pálsdóttir, sr, Sveinn Valgeirsson, sr. Bragi Skúlason, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.
Sunnudagaskóli milli kl. 11 og 12 á kirkjuloftinu. Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum.
Messa kl. 14 í Kolaportinu. Sr. Sveinn þjónar ásamt Þorvaldi Halldórssyni og fleirum.
Minnum á bílastæðin aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!
Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2017 kl. 15.19