Tónleikar á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 19. og kl. 20. Hjartanlega velkomin
Á Menningarnótt eru tónleikar kl. 19 í Dómkirkjunni, þá mun Guðrún Árný Karlsdóttir syngja og leika á píanó sin uppáhalds lög. Aðgangur ókeypis
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari leiða áheyrendur í gegnum ljúfa tóna á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni verða íslensk og þýsk sönglög en einnig ýmsar aríur og samsöngvar óperubókmenntanna. Auk Álfheiðar og Evu koma meðal annars fram Eyrún Unnarsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson baritón. Aðgangur er ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni!
Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2017 kl. 15.45