Jón og séra Jón verða með sunnudagaskólann í vetur í Dómkirkjunni. Upphaf fermingarfræðslunnar og sunnudagaskólans sunnudaginn 3. september kl. 11
Þeir prýðispiltar séra Ólafur Jón og Sigurður Jón verða í fjölskylduguðþjónustunni sunnudaginn 3. september kl. 11.
Þá er upphaf fermingarfræðslunnar og sunnudagaskólans þennan veturinn. Fermingarbörn og forráðamenn þeirra mæta og eftir messu er fundur með þeim þar sem farið verður yfir fermingarstarfið í vetur. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar og spilar á gítarinn. Næg bílastæði við Alþingishúsið.
Hlökkum til að sjá ykkur, kaffi og kleinur eftir messu.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/8 2017 kl. 17.02