Dómkirkjan

 

Fimm umsækjendur um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli

Fimm umsóknir eru um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Umsækjendur eru (í starfrófsröð):
Cand. theol. Bryndís Svavarsdóttir,
sr. Elínborg Sturludóttir,
sr. Eva Björk Valdimarsdóttir,
Mag. theol. Jónína Ólafsdóttir,
sr. Vigfús Bjarni Albertsson.

Umsóknarfrestur um embættið rann út 14. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. október nk. til fimm ára. Umsóknir fara nú til umfjöllunar matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknir þeirra sem matsnefnd telur hæfasta. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2017 kl. 11.12

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS