Dómkirkjan

 

Fermingarstarf Dómkirkjunnar hefst með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 3. september kl. 11.þar sem væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boðin velkomin til fermingarstarfa vetrarins.

Hvað getur maður vitað um Guð?

Hvað er trú?

Hver er ég?

Er tilgangur með lífinu?

Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélagið sem ég lifi í?

Þetta eru stórar spurningar og ekkert víst að við getum svarað þeim í eitt skipti fyrir öll. En það getur verið gott og gagnlegt að velta þeim fyrir sér og það ætlum við að gera í fermingarfræðslu Dómkirkjunnar næsta vetur. Þar ert þú velkomin(n). Fermingarfræðsla vetrarins 2017-2018 hefst með messu þann 3. september kl. 11:00 og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum að messu lokinni.  Athugið að ekkert námskeið verður haldið vikuna fyrir upphaf grunnskólans líkt og verið hefur undanfarin ár en hins vegar munum við hittast vikulega í vetur. Þau börn sem hyggjast taka þátt í fermingarfræðslunni eru vinsamlegast beðin að skrá þátttöku sína á netfanginu kirkjan@domkirkjan.is Við hlökkum til að hitta ykkur í haust. Með góðri kveðju, prestarnir​

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2017 kl. 12.34

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS