Ein umsókn um embætti sóknarprests í Dómkirkjuprestakalli
Ein umsókn er um embætti sóknarprests í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsækjandinn er sr. Sveinn Valgeirsson, settur sóknarprestur í Dómkirkjuprestakalli.
Umsóknarfrestur um embættið rann út 8. júní sl. Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. júlí nk. til fimm ára. Umsóknin fer nú til umfjöllunar matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um hana og biskup tekur síðan við málsmeðferð að því loknu.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2017 kl. 23.33