Dómkórinn í Reykjavík heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju 31. maí kl. 20. Flutt verða verk eftir 7 ung tónskáld, þau Ásbjörgu Jónsdóttur, Birgit Djupedal, Bjarma Hreinsson, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Gylfa Gudjohnsen, Óskar Magnússon og Rögnvald Konráð Helgason sem eru öll meðlimir í Dómkórnum. Auk þess verða flutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur (sem syngur með kórnum), Eriks Esenvalds og Eric Whitacre. Guðbjörg Hilmarsdóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Hildigunnur Rúnarsdóttir syngja einsöng á tónleikunum en þær eru allar meðlimir í Dómkórnum. Bjarmi Hreinsson sem einnig syngur með kórnum leikur á píanó í einu verki. Aðgangur er ókeypis!
Laufey Böðvarsdóttir, 29/5 2017 kl. 22.50