Á sunnudaginn kemur verður þjóðbúningamessa í Dómkirkjunni kl. 11. Þjóðlagasveitin Þula syngur og spilar og við vildum hvetja fólk til að mæta í þjóðbúningum sínum. Við gleðjumst yfir landinu og lífi þess, sem nú fagnar vori og sumarkomu. Við blessum formæður okkar og forfeður og heiðrum minningu þeirra með því að lyfta fram íslenska þjóðbúningnum með sérstökum hætti.Væntanleg fermingarbörn, Ilmur Kristjánsdóttir, Lilja Hákonardóttir og Una Sigrún Zoega, lesa ritingarlestra. Karl Sigurbjörnssonm biskup prédikar. Dómkórinn syngur. Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet nemandi í orgelleik spilar forspil og eftirspil. Organisti Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2017 kl. 14.22