Dómkirkjan

 

Séra Sveinn prédikar og þjónar við messuna sunnudaginn 19. mars, sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

Ágætu vinir, gaman væri að sjá ykkur

 
Þó allt breytist hratt í miðborginni og gamla Reykjavík gangi í endurnýjun lífdaga þá stendur hin 220 ára gamla Dómkirkja á sínum stað og djúpum rótum í þúsund ára órofa samhengi hér.
Kyrrð og fegurð helgidómsins umvefur hvern þann sem þar kemur inn til helgra stunda í einrúmi eða í samfélagi safnaðarins. Bænastundir alla þriðjudaga kl. 12 og messur alla sunnudaga kl. 11.
 
Á miðvikudagskvöldum alla föstuna eru námskeið í Safnaðarheimilinu kl. 18 – 21, sem nefnist Samtal um trú. Að þessu sinni verður rætt um Lúther og siðbótina. Næsta samvera er á morgun, miðvikudag kl. 18, þá mun Karl biskup ræða um Gissur Einarsson og siðbótina.  Boðið verður upp á léttan málsverð við vægu verði. Fyrirlesarar verða Karl biskup,sr Sveinn, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
 
Safnaðarheimilið á horni Vonarstrætis og Lækjargötu býður líka upp á opið hús á fimmtudögum kl.13.30. Þar er ríkulegt kaffiborð og fræðandi fyrirlestrar og skemmtilegt samfélag.
Fimmtudaginn 16. mars mun Elísabet Brekkan segja okkur kjaftasögur af kóngafólki.
23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur
30. mars Helgi Skúli Kjartansson
6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins
27. apríl Karl biskup um Geir Vídalín
4. maí Þorvaldur Friðriksson Jón Indíafari
11. maí vorferð
 
Prjónakvöld mánudaginn 27. mars kl. 19
 
Laugardaginn, 25. mars, kl. 9 – 16, mun Karl biskup leiða kyrrðardag með íhugunum í Safnaðarheimilinu.  Dómkirkjan er á sínum stað, fastur punktur í iðuköstum umbreytinganna í miðborginni okkar. Þar ert þú alltaf velkomin(n)!.
Skráning á kyrrðardaginn laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017 kl. 10.06

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS