Hátíðarmessa sunnudaginn 6. nóvember kl. 11 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar, séra Sveinn Valgeirsson, séra Hjálmar Jónsson, Karl Sigurbjörnsson biskup og séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup þjóna. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Ritningarlestrana lesa Elísa Schram og Marinó Þorsteinsson. Upphafsbænina les Ástbjörn Egilsson. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur. Messukaffi, Minni á bílastæðin gengt Þórshamri.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2016 kl. 10.34