Dómkirkjan

 

Fermingarstarf

Fermingarveturinn er tími fjölskyldunnar. Á fermingarvetri er tækifæri til að sameinast um hið heilaga, læra, biðja og eiga samfélag í kirkjunni og upplifa hátíðir hennar á sérstakan máta. Foreldrar og fjölskylda eru hvött til þátttöku í helgihaldi kirkjunnar á fermingarvetri barnsins. Með því að koma með foreldrum eða forráðamönnum sínum til helgihaldsins læra fermingarbörnin betur að njóta þátttöku í starfi kirkjunnar.

Auk fræðslunnar er lagt upp með að börnin taki þátt í tíu messum hið minnsta. Gjarnan fáum við góðar heimsóknir í fræðsluna, td frá presti innflytjenda, frá Hjálparstarfi kirkjunnar og fleirum.

Fermingardagar 2024

  • Pálmasunnudagur 24. mars 2024
  • Skírdagur 28. mars 2024
  • Hvítasunnudagur 19. maí 2024

Hlökkum til að samverunnar í vetur;-)

Skráning í fermingarfræðslu

Skráning í fermingarfræðslu 2022-2023 fer fram rafrænt. Smelltu hér til þess að skrá.

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS