Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 14. desember kl. 14 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja tvo kandídata til prestsþjónustu: Cand.theol. Salvar Geir Guðgeirsson til þjónustu í Hamar biskupsdæmi í Noregi. Cand.theol. Eysteinn Orri Gunnarsson til þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar verða séra Kjartan Sigurbjörnsson, sem lýsir vígslu, séra Sigfinnur Þorleifsson, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir og séra Guðni Már Harðarson. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2014

Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri er gestur okkar í Opna húsinu á morgun. Hann ætlar að lesa úr nýútkominni bók sinni ” Sögur úr vesturbænum”. Þá fáum við Trió í heimsókn, en það eru þau Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir, messósópran og Jón Sigurðsson píanóleikari. Þau ætla að flytja eftirlætistónlist sem tengist jólum og aðventu. Heitt súkkuaði og eitthvað sætt með. Hlökkum til að sjá ykkur. Þetta er síðasta samveran í Opna húsinu á þessu ári. Opna húsið er kl. 13:30- 15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2014

Sunnudaginn 14. desember verða haldnir aðventutónleikar í Dómkirkjunni kl 16.00. Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir, messósópran og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja eftirlætistónlist sem tengist jólum og aðventu.

Trió 141214

 

Eftirvænting eftir komu jólanna er eitthvað fæst okkar vaxa upp úr.  Þegar tilhlökkunin nær hámarki birtast okkur ljóslifandi minningar um jólaanda liðinna tíma sem fylla hug og hjarta. Þetta eigum við ekki síst jólalögunum að þakka sem mynda ramma utan um hefðirnar sem við höldum í heiðri og tengja okkur um leið við fortíðina.  Á dagskránni eru bæði gamalkunnug og minna þekkt íslensk jólalög, þar á meðal söngvar eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem jafnan sýnir okkur tilveruna í nýju ljósi, jafnvel spaugilegu, sem á líka við um jólaundibúninginn og jólasiðina. Einnig hljómar tónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Hlöðver Ásgeirsson, Ingibjörgu Þorbergs og Gunnar Þórðarson. Af erlendum tónskáldum má nefna Benjamin Britten og Max Reger.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2014

Jólafundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í gær, skemmtilegur félagsskapur og góðar veitingar. Ólöf Sesselja og Lilja léku dásamlega falleg lög fyrir okkur, takk fyrir.

IMG_0849IMG_0802IMG_0811

Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2014

Falleg stund í Dómkirkjunni í kvöld.

 

IMG_0787

 

IMG_0789

 

 

IMG_0792

Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2014

Ólöf Nordal flytur hugleðinguna á aðventukvöldinu í kvöld kl. 20:00.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2014

Á morgun verður sunnudagaskólinn með öðru sniði en venjulega. Boðið verður uppá piparkökuskreytingar og kakó/kaffi með því fyrir alla fjölskylduna. Þetta verður jólaleg stund á kirkjuloftinu og byrjar hún kl. 11:00 niðri í kirkju. Einnig er hægt að mæta beint upp á loft 11:10. Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson sjá um stundina.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/12 2014

Helgihald á aðventu og jólum.

Dagskráin á aðventu og jólum.

Annan sunnudag í aðventu, 7. desember

 Messa kl. 11:00, séra Hjálmar Jónsson prédikar. Barnastarf á kirkjuloftinu.

Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar  kl. 14:00,  Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja.

Aðventukvöld kl. 20.00, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur hugleiðingu.  Arngunnur Árnadóttir, klarínetta og Laufey Jensdóttir, fiðla flytja Sónötu TWV eftir Telemann. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar.

Þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember

Norsk messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Barnastarf á kirkjuloftinu.

Prestsvígsla kl. 14:00

Kolaportsmessa kl. 14:00 Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving syngja.

19. desember

Jólamessa Menntaskólans í Reykjavík kl. 14:00 séra Hjálmar Jónsson.

Fjórða sunnudag í aðventu, 21. desember

Messa  kl. 11.00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar, barnastarf á kirkjuloftinu.

Æðruleysismessa kl. 20:00, séra Karl. V. Matthíasson, séra Sveinn Valgeirsson og Fritz Már Jörgensson.

Aðfangadagur jóla, 24. desember

Dönsk messa kl. 15:00

Aftansöngur kl. 18:00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.

Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar.

            Miðnæturmessa kl. 23:30 sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar

Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

Jóladagur 25.desember

Hátíðarmessa kl. 11.00,  frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.

Annar dagur jóla 26. desember

Messa kl. 11:00, sr. Sveinn Valgeirsson, prédikar

Sunnudagur milli jóla og nýárs, 28. desember

Messa kl. 11.00  sr. Sveinn Valgeirsson prédikar

Gamlársdagur 31. desember

Aftansöngur kl. 18:00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar

Nýársdagur 1. janúar

 Hátíðarmessa kl. 11 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar

séra Hjálmar Jónsson  og séra Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2014

Séra Sveinn Valgeirsson ætlar að lesa jólasögu í Opna húsinu á morgun. Gott með kaffinu og skemmtileg samvera. Hjartanlega velkomin. Opna húsið er frá 13:30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2014

Skemmtilegur sunnudagur framundan

Næstkomandi sunnudag verður messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar er kl. 14. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja. Aðventukvöld kl. 20, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur hugleiðingu. Arngunnur Árnadóttir, klarínetta og Laufey Jensdóttir, fiðla flytja Sónötu TWV eftir Telemann. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Smákökur og kaffi í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...