Dómkirkjan

 

Hljómfélagið með tónleika í kvöld, mánudag kl. 20.00 í Dómkirkjunni

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2019

Kór Langholtskirkju og Dómkórinn í Reykjavík halda sameiginlega tónleika í Langholtskirkju í kvöld 22. maí kl. 20.30. Báðir kórarnir keppa bráðlega í kórakeppni. Kór Langholtskirkju í Tours í Frakklandi og Dómkórinn keppir í Salzburg í Austurríki. Kórarnir flytja kórverk úr ýmsum áttum, ýmist saman eða í sitt hvoru lagi, meðal annars eftir William Byrd, Rachmaninoff, Karl Jenskins, Trond Kverno, Jakob Gruchmann, Stanford, Patrick Burgan, Eric Whitacre, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorvald Örn Davíðsson. Kári Þormar stjórnar Dómkórnum og Magnús Ragnarsson Kór Langholtskirkju. Almennt miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir námsmenn og lífeyrisþega.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/5 2019

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag. Léttur hádegisverður og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Tilvalið að fá sér göngu eftir matinn, meðfram Tjörninni og njóta fegurðar og fuglalífs. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/5 2019

Ljúft að njóta yndislegra tónleika á föstudögum í Dómkirkjunni! Sálmar – Hymns Á föstudögum kl. 17:00 – 17:30 / friday afternoons from 5pm – 5:30pm Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Soprano, Guðbjörg Hilmarsdóttir and organist Kári Þormar perform selected hymns in Icelandic at Reykjavík Cathedral. Aðgangur ókeypis / free admission

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2019

Norsk guðþjónusta í dag kl.14.00 á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Prestur séra Þorvaldur Víðisson. Hamingjuóskir Norðmenn!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2019

Tíðasöngur í dag, 16. maí kl. 16.45-17.00 með séra Sveini Valgeirssyni. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2019

Sunnudaginn 19. maí eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11.00 Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Æðruleysismessa kl. 20.00 Sr Díana Ósk Óskarsdóttir, sr. Fritz Már Berndsen og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2019

Sunnudaginn 12.maí er messa kl. 11.00 þar sem séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Tónlistarnemar úr LHí leika í messunni Fredrik Scherve tenór, Matthías Harðarson orgel og Símon Karl Sigurðarson Melsteð. Að lokinni messu er aðalfundur safnaðarins haldinn í safnaðarheimilinu Lækjargötu14a. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2019

Á morgun, fimmtudag er vorferðin okkar austur á Eyrarbakka. Tíðasöngur í kirkjunni sem sr.Sveinn leiðir kl.16.45-17.00 alla fimmtudaga. Á föstudaginn kl.17.00 eru tónleikar Guðbjargar og Kára. Á sunnudaginn er messa kl. 11.00 þar sem séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Eftir messu er aðalfundur safnaðarins haldinn í safnaðarheimilinu Lækjargötu14a. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2019

Í dag 2. maí klukkan 13.00 byrjum við í Opna húsinu með kaffi og góðu meðlæti Ástu okkar. Tryggvi Agnarsson lögfræðingur er gestur okkar, hann segir nokkrar sögur af sér og sínum, frá því þegar hann var patti úti í Þýskalandi. Prestarnir gefa okkur góð orð og fara með ljóð dagsins. Tíðasöngur í Dómkirkirkjunni kl.16.45-17.00 sem séra Sveinn Valgeirsson leiðir. Fimmtudagsstarfinu lýkur svo með vorferð 9. maí. Þá ætlum við að fara austur fyrir fjall og heimsækja þau Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson í Bakkastofu á Eyrarbakka. Góð byrjun á helginni er að mæta á yndislega tónleika á föstudögum í Dómkirkjunni kl.17.00-17.30 Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur ókeypis Á sunnudaginn er messa kl. 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 2/5 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...