Dómkirkjan

 

Guð gefi ykkur gleðilegt ár!

Hátíðarguðsþjónusta í beinni útsendingu á nýársdag klukkan 11.00.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Organisti og kórstjóri: Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Fyrir predikun: Forspil: Jesú, mín morgunstjarna. Sálmforleikur eftir Jón Þórarinsson. Sálmur 102: Sem stormur hreki skörðótt ský: Lag: Sibelius. Texti: Sigurjón Guðjónsson. Sálmur 109: Jesús, mín morgunstjarna. Íslensk breyting (1619) á sálmalagi frá 16. öld. Texti: 1. vers: Ókunnur þýskur höfundur. 2. og 3. vers: Magnús Runólfsson. Sálmur 105: Í Jesú nafni áfram enn. Úr sálmabókinni 1886. Lag: Carl Christian Nikolaj Balle. Texti: Valdimar Briem. Eftir predikun: Sálmur 104: Hvað boðar nýárs blessuð sól. Lag: Weyse. Texti: Matthías Jochumsson. Sálmur 516. Ó, Guð vors land. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson. Eftirspil: Fuga í Es-dúr BWV 552 eftir Johann Sebastian Bach.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/12 2021 kl. 16.18

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS