Dómkirkjan

 

Ánægjulegt að Bach tónleikar Ólafs Elíassonar hefjist aftur í nóvember. Tilhlökkun! 2. nóvember næstkomandi munu hefjast aftur Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni. Ólafur hefur undanfarin ár leikið tónlist eftir J.S. Bach á flygilinn í kirkjunni á þriðjudagskvöldum klukkan 20:30 Þessir tónlekar munu nú hefjast aftur og verða öll þriðjudagskvöld í vetur. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, meðal annars við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994. Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis, einkum á Bretlandi. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma. Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post hrósaði meðal annars leik Ólafs og sagði ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!

246702009_10159693642205396_2088358543700182701_n

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2021 kl. 23.53

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS