Dómkirkjan

 

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verður samverustund í Dómkirkjunni föstudaginn 10.sept kl. 18.00. Dagskráin er eftirfarandi: • Fundarstjóri – Salbjörg Bjarnadóttir • Tónlistarflutningur – KK • Hugvekja – Björn Hjálmarsson læknir / syrgjandi faðir • Innlegg aðstandanda – Edda Björgvinsdóttir • Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini Í aðdraganda dagsins verður hugtakið stuðningur í kjölfar sjálfsvígs „postvention“ sérstaklega kynnt almenningi en hugtakið er nú samþykkt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni sem mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum. Í dag er því viðurkennt að bæði forvarnir sjálfsvíga þ.e sem miða að því að koma í veg fyrir sjálfsvíg og stuðningur við aðstandendur og fyrirbyggja þeirra heilsutjón eru samtvinnaðir mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum. Að dagskránni í Dómkirkjunni stendur vinnuhópur fulltrúa frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunn

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2021 kl. 16.44

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS