Dómkirkjan

 

200 ára afmæli fyrsta organista Dómkirkjunnar

Á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að Pétur Guðjohnsen  fæddist. Pétur var fyrsti organisti Dómkirkjunnar, og sinnti starfinu frá árinu 1840 þegar hann kom úr námi í Danmörku og allt til dauðadags. Jafnframt sinnti hann tónlistarkennslu og ýmsum öðrum störfum. Hann var frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi. Kirkjusöngurinn var honum einkar hugleikinn og hann samdi m.a. tvær sálmasöngsbækur.

Í tilefni af þessum tímamótum verður haldin dagskrá í Dómkirkjunni Mánudaginn 29.október kl 20.00.

Þar koma fram Dómkórinn í Reykjavík,Kór Menntaskólans í Reykjavík, Hallveig Rúnarsdóttir, Svanur Vilbergsson, Steingrímur Þórhallsson, Björn Steinar Sólbergsson, Þröstur Eiríksson og Hjálmar Jónsson. Flutt verður tónlist eftir Pétur og tónlist sem tengist honum og starfi hans. Þröstur Eiríksson flytur erindi um Pétur og störf hans. Þá verður verkið ‘Davíðssálmur 141´ fyrir kór og orgel, eftir Pál Ragnar Pálsson frumflutt, en tónskáldið er langa-langafabarn Péturs.

Þá verður einnig frumflutt lagið Andvakan eftir Pétur sem hann skrifar fyrir einsöng og gítar. Lagið er vafalaust elsta íslenska tónsmíð fyrir gítar sem varðveist hefur og hugsanlega elsta íslenska einsöngslagið.

Dagskráin er samstarf Tónlistardaga Dómkirkjunnar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

 

Dagskráin er samstarf Tónlistardaga Dómkirkjunnar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar

 

 

Ástbjörn Egilsson, 26/10 2012 kl. 15.03

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS