Dómkirkjan

 

Uppstigningardagur,dagur aldraðra og norsk guðsþjónusta

Fimmtudagur 17.maí er dagur aldraðra í kirkjunni. Kl. 11 er guðsþjónusta þar sem sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrv. borgarstjóri flytur hugvekju. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Á eftir er viðstöddum boðið í kaffi í safnaðarheimilinu. Kl 14 er síðan norsk guðsþjónusta í tilefni þjóðhátíðardags Noregs. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Ástbjörn Egilsson, 14/5 2012 kl. 11.16

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS