Dómkirkjan

 

Orgeltónleikar

-Dómkirkjuorgelið 25 ára 170 ára orgelsaga.

Miðvikudaginn 1. September kl.20.00 heldurKári þormar dómorganisti orgeltónleika í tilefni af 25 ára afmæli Schuke orgels Dómkirkjunnar í Reykjavík. Á efnisskránni er m.a. Tokkata og fúga í d-moll eftir J.S.Bach, Tokkata eftir Jón Nordal sem samin var í tilefni af vígslu orgelsins árið 1985 og skrifuð í minningu Páls Ísólfsonar. Þá á Páll Ísólfsson síðasta verkið á efnisskránni , Introduktion og passakaglia í f-moll. Á tónleikunum verður einnig frumflutt orgelverk eftir 25 ára gamalt tónskáld, Högna Egilsson.

Lesa áfram …

Ástbjörn Egilsson, 1/12 2010

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Sunnudagurinn 28. nóvember  er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við byrjum með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem sr. Hjálmar Jónsson þjónar. Kl. 14 er sænsk guðsþjónusta. Dr. Pétur Pétursson flytur hugvekju, en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Kl. 20 er svo Aðventukvöld Dómkirkjunnar. Geir Tómasson tannlæknir flytur hugvekju.

Sr. Anna Sigríður flytur ávarp og sr. Hjálmar lokabæn. Dómkórinn og dómorganisti Kári Þormar sjá um tónlistina. Einnig syngur skólakór Vesturbæjarskóla,stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Að loknu aðventukvöldinu er kaffi í safnaðarheimilinu í boði kirkjunefndar kvenna.

Ástbjörn Egilsson, 25/11 2010

Sunnudagurinn 21. nóvember

Sunnudaginn 21. nóvember sem er síðast sd. kirkjuársins  eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl.11 prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, organisti er Kári Þormar. Sönghópur úr Dómkórnum syngur. Einsöng syngur nemandi í Söngskólanum í Reykjavík Elfa Dröfn Stefánsdóttir. Að venju er barnastarfið á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Kl. 20 er æðruleysismessa og mun sr. Anna Sigríður einnig prédika þar. Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson þjóna einnig. Um tónlistina sjá þeir bræður Hörður og Birgir Bragasynir.

Ástbjörn Egilsson, 17/11 2010

Sunnudagur 14. nóvember

Sunnudaginn 14. nóvember verða tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 prédikar sr. Þorvaldur Víðisson.

Kl. 14 fáum við heimsókn úr Húnaþingi. Sr. Sveinbjörn Einarsson messar. Kór Þingeyraklaustursprestakalls syngur kórstjóri er Sigrún Grímsdóttir Organisti er Sólveig S. Einarsdóttir. Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin.

Ástbjörn Egilsson, 11/11 2010

Tónleikar

Nýr Dómkór heldur tónleika

Fyrstu tónleikar nýs Dómkórs verða haldnir sunnudaginn 14. nóvember kl. 20 í Dómkirkjunni. Sérstakur gestur verður einn fremsti baritonsöngvari okkar Íslendinga og fyrrum Dómkórsfélagi, Hrólfur Sæmundsson. Hann hefur nýverið slegið í gegn í stórum hlutverkum í Þýskalandi, nú síðast í titilhlutverkinu í Évgení Onegin eftir Tjækovskí. Lesa áfram …

Ástbjörn Egilsson, 11/11 2010

Sunnudagur 7. nóvember-Allra heilagra messa

Helgistundir  sunnudagsins eru tvær sú fyrri, messa hefst  kl. 11. Þá mun sr. Hjálmar Jónsson predika og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar dómorganisti. Að lokinni messu er kaffi í safnaðarheimilinu.
Kl. 20 er minningarstund um látna ástvini. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Prestar dómkirkjunnar sr. Hjálmar og sr. Anna Sigríður eru með upplestur og fyrirbæn.

Ástbjörn Egilsson, 4/11 2010

Messa sunnudaginn 31. október

Í messunni næsta sunnudag sem er 22. sd. eftir þrenningarhátíð prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Organisti er Kári Þormar og meðhjálpari Ástbjörn Egilsson. Í messuna er sérstaklega boðið fermingarbörnum og foreldrum þeirra og munu þau taka þátt í messunni . Barnastarfið er á kirkjuloftinu að venju.

Ástbjörn Egilsson, 28/10 2010

Heimsókn frá Færeyjum

Biskup Færeyja Jógvan Fríðriksson er í heimsókn hér á landi. Í kvöld verður hann með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Með honum í för verða sr. Heri Joensen, sóknarprestur í Vesturkirkjunni í Þórshöfn, og þrír fulltrúar í kirkjuráði færeysku Þjóðkirkjunnar.Að lokinn guðsþjónustinn er kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í boði Færeyingafélagsins. Allir hjartanlega velkomnir.

Ástbjörn Egilsson, 25/10 2010

Messa sunnudaginn 24. október

Anna Sigríður Pálsdóttir

Anna Sigríður

Í messu sunnudagsins 24. október prédikar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Organisti er Kári Þormar,Sönghópur úr Dómkórnum syngur. Meðhjálpari er Ólöf Guðrún Helgadóttir. Barnastarfið á kirkjuloftinu verður í umsjá Móeiðar Júníusdóttur.

Ástbjörn Egilsson, 23/10 2010

Fundur með foreldrum fermingarbarna

Næsta sunnudag prédikar sr. Þorvaldur Víðisson í messu kl. 11. Að lokinni messu verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Rætt verður um fermingarfræðsluna og dagskrána eftir áramót. Að lokinni messu er stuttur fundur með fermingarbörnum

Ástbjörn Egilsson, 19/11 2009

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...