Dómkirkjan

 

Síðasta prjónakvöld fyrir sumarfrí er mánudagskvöldið 24. apríl kl. 19:00. Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja létta máltíð, kaffi og sætmeti á vægu verði og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar. Sjáumst

thumb_IMG_3391_1024

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2017

Á sunnudaginn er messa kl. 11, þá mun séra Sveinn Valgeirsson prédika og þjóna. Sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu í umsjón séra Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Athugið að sunnudagaskólanum fer að ljúka þennan veturinn, bara tvö skipti eftir. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Á mánudagskvöldið er síðasta prjónakaffið fyrir sumarfrí, það byrjar kl. 19. Súpa, kaffi og meðlæti. Bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. BACH tónleikar í kvöld öll þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Dómkirkjunni. Opna húsið byrjar aftur fimmtudaginn 27. apríl í safnaðarheimilinu. Þá mun Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands verða gestur okkar. Hlökkum til að njóta sumarsins með ykkur, verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2017

Velkomin á bæna-og kyrrðarstundina í dag, þriðjudag kl. 12.10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. BACH tónleikar í kvöld kl. 20.30 í Dómkirkjunni. Opna húsið byrjar aftur fimmtudaginn 27. apríl í safnaðarheimilinu. Þá mun Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands verða gestur okkar.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/4 2017

Séra Hjálmar prédikar í dag, afmælisdagurinn hans er í dag. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, fyrrum dómkirkjuprestur á sjötugsafmæli í dag. Óskum báðum þessum góðu prestum hjartanlega til hamingju og Guðs blessunar. Messan er kl. 11. bílastæði við Þórshamar. Verið velkomin

Mynd frá Dómkirkjan.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2017

Æðruleysismessa í kvöld, annan dag páska. Dómkirkjan kl 20:00. Hlakka til að sjá þig. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir predikar, sr. Karl V. Matthíasson leiðir og sr. Sveinn fer með bæn. Ástvaldur er á flyglinum. Nærumst af gleðiboðskap, fegurð og friði.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2017

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar á páskadag kl. 8 árdegis og kl. 11 mun frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédika og sr. Hjálmar og sr. Sveinn þjóna. Séra Hjálmar Jónsson prédikar við messu kl. 11 á annan í páskum. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2017

Kristur er upprisinn! Það er hin forna kveðja páskanna. Allt frá hinum fyrsta páskamorgni. Nú endurómar hún um víða veröld, á ótal tungumálum. Og vekur gleði og von í hjörtum manna. Og svarið: Kristur er sannarlega upprisinn! Við höfum líka mörg séð dæmi um mátt upprisu og vonar í vonlausum aðstæðum, bara ef við gefum því gaum, upprisukraftaverkum stórum og smáum. Um það vitna þau sem biðu ósigur og allt var komið í þrot en fundu styrk þess æðri máttar sem gaf þrótt til að rísa upp og horfast í augu við daginn með von. Og enn og aftur verkar gleðifrétt páskanna sem afl sáttargjörðar, umhyggju og friðar. Sem knýr fólk áfram að lifa lífi góðvildar og miskunnsemi mitt í ógn og angist öryggisleysis, ofsókna og ofbeldis, og þreifar á afli og mætti þess. Kristur er upprisinn! Það er frétt sem við fáum að játa í trú og reiða okkur á í von og vitna um með lífi umhyggju og kærleika meðan Guð gefur lífdaga á jörðu og fá að sjá og reyna í krafti sínum að eilífu, á þeim eilífa morgni þar sem lífið fagnar, því dauðinn er ekki framar til, hvorki harmur, neyð né kvöl, hið fyrra er farið. Og Guð hefur þerrað hvert tár af augum. Kristur er upprisinn! Gleðilega páska.

IMG_2022

Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2017

Góð messa og Getsemanestund í Dómkirkjunni á skírdagskvöldi. Klukkan 11 á föstudaginn langa er messa, þar sem Karl Sigurbjörnsson prédikar.

IMG_2010 IMG_1998 IMG_2002 IMG_1983 IMG_1981 IMG_1988

Laufey Böðvarsdóttir, 14/4 2017

Á skírdagskvöld er messa kl. 20, þar sem séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Í lok messu verður altarið afklætt, meðan hugleidd er bæn Jesú í Getsemane. Karl Sigurbjörnsson, biskup mun þjóna á föstudaginn langa kl. 11 Verið velkomin í Dómkirkjuna, minnum á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2017

Fermingarmessa sunnudaginn 9. apríl kl. 11. Karl Sigurbjörnsson biskup og séra Sveinn Valgeirson ferma. Sunnudagaskólinn er kominn í frí, byrjar aftur sunnudaginn 23. apríl. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Fermt verður einnig á skírdag kl. 11. Á skírdagskvöld er messa kl. 20 og í lok messu verður altarið afklætt meðan hugleidd er bæn Jesú í Getsemane. Karl biskup mun messa á föstudaginn langa kl. 11. Á páskadag er messa kl. 8 árdegis og kl. 11 á páskadag mun frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédika.

_MG_5076+ (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS