Dómkirkjan

 

Sjáumst kl. 13.30 í dag, fimmtudag. Þá er opið hús í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar frá 13.30. Ásta tekur fagnandi á móti hópnum með glaðværð og sitt glæsilega veisluborð. Unnur Halldórsdóttir hagyrðingur frá Minni Borg í Grímsnesi verður gestur okkar. Karl biskup og séra Sveinn leiða þessa skemmtilegu stund. Verið hjartanlega velkomin.

IMG_3833 IMG_4237

Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2017

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir skipuð prestur í Dómkirkjunni. Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fimm umsækjendur sóttu um embættið sem veitist frá 1. nóvember nk. Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins. Dómkirkjan býður séra Evu Björk velkomna til starfa og Guðs blessunar í starfi.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2017

Séra Einar Tjelle prédikar sunnudaginn 15. október, en hann er aðstoðarframkvæmdastjóri Samkirkju- og alþjóðaráðs norsku kirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.

Jörðin er náungi þinn!
Ráðstefna Alkirkjuráðsins um réttlátan frið við jörðina er nú haldin í Digraneskirkju í Kópavogi og á Þingvöllum. Þar er spurt hvernig trúarsamfélög geti fengið fólk til að taka þátt í þeirri umbreytingu sem vísindamenn og Parísarsamningurinn frá 2015 telja að sé nauðsynleg til þess að sporna við ofhlýnun jarðar. Spurt er hvort siðfræði samfélaga frumbyggja geti vísað veginn og hvernig hægt sé að koma til bjargar eyjasamfélögum í Kyrrahafi og Atlantshafi sem er ógnað af hækkandi sjávarstöðu vegna bráðnunar íss á pólsvæðum.
Í tilefni af ráðstefnunni og þátttöku fulltrúa Alkirkjuráðsins í Hringborði norðurslóða – Arctic Circle Assembly munu prestar sem getið hafa sér orðs fyrir framlag sitt til umhverfismála prédika í 6 kirkjum á höfuðborgarsvæðinu kl. 11 næstkomandi sunnudag, 15. október.
Dómkirkjan kl. 11:00 sunnudaginn 15. október
Prédikun: Séra Einar Tjelle, aðstoðarframkvæmdastjóri Samkirkju- og alþjóðaráðs norsku kirkjunnar.
Prestur: Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2017

Minni á að á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Athugið að þessu sinni er hún í safnaðarheimilinu. Góð og nærandi stund, gott að eiga þessa stund, smá frí frá amstri dagsins. Fyrirbænir má senda inn á domkirkjan@domkirkjan.is Annað kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Á fimmtudaginn fáum við góðan gest í Opna húsið kl. 13.30 Unni Halldórsdóttur, hagyrðing frá Minni Borg í Grímsnesi. Veislukaffið hennar Ástu okkar á sínum stað. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur þjónar næsta sunnudag 15. október. Nú styttist í að ráðinn verði nýr prestur sem starfa mun við hlið séra Sveins. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með sinn fyrsta fund á þessum vetri á miðvikudaginn kl. 17 og fermingarfræðslan er kl. 16 á miðvikudaginn. Verið velkomin í Dómkirkjustarfið!

Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2017

Marinó og Sólvin lásu ritningarlestrana í messunni. Þeir fermast í Dómkirkjunni í vor. Hér eru þeir kampakátir að lokinni messu með afa sínum Marinó og Karli biskup.

IMG_4338

Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2017

Þessir prýðismenn tóku til hendinni í Sigríðarstofu. Tiltekt og grúsk á góðum degi!

IMG_4317

Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2017

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar á sunnudaginn í Dómkirkjunni kl. 11. Tvíburarnir Marinó og Sólvin lesa ritningarlestrana. Skemmtilegur sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Næg bílastæði við Alþingishúsið. Komið fagnandi í fagra helgidóminn.

IMG_4288

Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2017

Kæru vinir, opna húsið í Safnaðarheimilinu er á fimmtudaginn kl. 13.30. Karl okkar biskup mun segja frá einhverju skemmtilegu eins og honum er lagið. Til stóð að nýr dómkirkjuprestur yrði gestur dagsins, en þar sem ekki er búið að velja þá frestast sú kynning. 12. október Unnur Halldórsdóttir fer með gamanmál og kvæði. 19. október Lísbet Guðmundsdóttir, Skálinn við Lækjargötu 26. október Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda syngja og leika 2. nóvember Kaffihúsastemning við Tjörnina. 9. nóvember Ármann Reynisson skáld 16. nóvember Hrólfur Jónsson spilar og syngur eigin lög. 23. nóvember Karl Sigurbjörnsson, biskup. Myndin af Jesú 30. nóvember Aðventustund, heitt súkkulaði og kræsingar. Allir hjartanlega velkomnir.

IMG_3833

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2017

Dómkirkjukrossinn er fagur, kross þessi tengir þann sem hann ber við eitt helgasta altari kristinnar kirkju á Íslandi, helgað bænum kynslóðanna sem komið hafa til þessarar móðurkirkju allra kirkna á Ísla

IMG_4310

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2017

Messa 8. október kl. 11

Messa kl. 11. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Sunnudagaskólinn verður samtímis kirkjuloftinu eins og venjulega. Næg gjaldfrjáls bílastæði aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS