Dómkirkjan

 

Allt helgihald fellur niður

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra.
Biskup bendir fólki að huga að streymi frá sóknarkirkjum sem og helgihaldi sem verður útvarpað á Rás 1.
Rás 1
Gamlársdagur kl. 18.00: Aftansöngur í Hallgrímskirkju í Reykjavík: Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju syngur.

Nýjársdagur kl. 11. 00 – Dómkirkjan í Reykjavík: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir og sr, Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Sunnudagurinn 2. janúar, kl. 11. 00 – Áskirkja: Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2021 kl. 15.59

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS