Dómkirkjan

 

Kæru vinir! Haustferð Dómkirkjunnar verður farin fimmtudaginn 30. september. Lagt verður af stað 9.30 og heimkoma seinnipartinn. Við byrjum í Skálholtsdómkirkju þar sem Jón Bjarnason organisti tekur á móti okkur og spilar fyrir okkur óskalögin. Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Eftir óskalögin verður hádegisverður snæddur í Skálholti. Síðan liggur leiðin í Auðkúlu, þar sem Birna Berndsen og Páll Benediktsson taka á móti okkur með ilmandi kaffi og gómsætri köku. Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Skráning á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2021 kl. 11.54

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS