Dómkirkjan

 

Á konudaginn 23. febrúar er Kvenfélagamessa í Dómkirkjunni klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur og organisti er Kári Þormar, Kvenfélagskonur lesa lestra og leiða bænir. Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), fagnar 90 ára afmæli í ár.Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2020 kl. 21.25

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS