Tökum kvöldið frá, gefum okkur tíma til þess að stíga út úr amstri dagsins inn í kyrrð og ró. Þetta eru yndislegar stundir, fylltar kyrrð, ró, léttleika, nærveru æðri máttar og dásamlegum félagsskap. Megin þema stundanna er bataleið tólf sporanna. Æðruleysismessur eru kyrrðarstundir sem snúast um að dvelja hér og nú, að vera í nærveru hvers annars, við fætur Æðri máttar. Þar sem við komum saman í anda tólf sporanna og gefum okkur rými fyrir íhugun, bæn, þakkargjörð og samveru.
 Iðkum 10, 11 og 12 með því að hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlýða á hugleiðingu, rýna inn á við, leita Guðs, biðja saman og syngja hvert með sínu nefi.
Í þetta sinn munum við einnig njóta tónlistar þar sem Kristján Hrannar mun flytja fyrir okkur frumsamin lög og texta. Sr. Díana Ósk flytur hugleiðingu og leiðir okkur í bæn. Sr. Fritz Már og sr. Sveinn þjóna.
Endilega látið þetta berast  svo að fleiri fái tækifæri á að taka sig frá daglegu amstri, mæta og njóta með okkur. Það verður gaman að sjá ykkur öll, við vonum að sem flest ykkar komist og takið með ykkur  vinkonu, vin eða fjölskyldu- meðlim. Hugsum hlýlega til náungas og hlúum að þeim sem eiga um sárt að bind