Dómkirkjan

 

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Sunnudaginn 10. september kl.20 verður haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni í Reykjavík til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Dagskrá:
• Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur hugvekju
• Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög við undirleik Ásgeirs Aðalsteinssonar.
• Sigurþóra Bergsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.
• Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Að kyrrðarstundinni standa Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Landlæknisembættið, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og Þjóðkirkjan.

Einnig verða kyrrðarstundir haldnar á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík og í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Byrja þær allar klukkan 20.

Á Akranesi verður ljósinu varpað á sjálfsvíg og safnað fyrir Pieta í kvöldmessu þeirra klukkan 20 á sunnudaginn.

Á Ísafirði verður minningarstund laugardaginn 23. September klukkan 17.

Kyrrðarstundirnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2017 kl. 11.27

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS