Dómkirkjan

 

Alta Capella & orgel – Siðbótartónleikar.

Pressebild-print-2-1
Sunnudaginn 23. júlí kl. 20-21.
Löngu gleymd hljóðfæri fá að hljóma í Dómkirkjunni á sérlegum siðbótartónleikum! Það er blásaratríóið Aelos frá Þýskalandi/Danmörku, ásamt orgelleikaranum Láru Bryndísi Eggertsdóttur (búsett í Danmörku), sem bjóða tónleikagestum í ferðalag allt aftur til 13. aldar og fram yfir siðaskipti. Aelos-hópurinn sérhæfir sig í flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri, og hann skipa Jens Bauer (Sackbut og sleðatrompet), Regine Häußler (sópran- og alt-shawm) og Ingo Voelkner (sópran- og alt-shawm). Blásturshljóðfærin sem leikið er á eru frá endurreisnartímabilinu: sleðatrompet er einn elsti forveri básúnunnar, sackbut mætti kalla endurreisnarbásúnu en shawm endurreisnaróbó. Milli verka verða hljóðfærin og tónlistin kynnt nánar. Á efnisskránni eru verk eftir tónskáld á borð við Walter, Frescobaldi, Sweelinck og Kleber. Aðgangseyrir 1500 krónur, ekki er tekið við kortum.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/7 2017 kl. 11.50

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS