Dómkirkjan

 

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 9. mars og feðgarnir Björn Alexander og Þorsteinn lesa ritningarlestrana.

Messa kl. 11 fyrsta sunnudag í föstu. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.  Feðgarnir Björn Alexander Þorsteinsson og Þorsteinn Siglaugsson lesa ritningarlestrana, en Björn Alexander fermist nú í vor í Dómkirkjunni. Barnastarfið á kirkjuloftinu, börnin koma í kirkjuna og taka þátt í upphafi messu en fara síðan í fylgd fræðara upp á kirkjuloftið þar sem þau eiga sína samveru, sögur, söng og leiki. Tveir ungir menn, Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson annast barnastarfið af mikilli prýði. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2014 kl. 11.14

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS