Dómkirkjan

 

Tónleikar Dómkórsins á sunnudaginn

Tónlistardagar Dómkirkjunnar 2011
Ný, íslensk messa frumflutt

Tónlistardagar Dómkirkjunnar hafa verið fastur liður í menningarlífi Reykvíkinga á haustdögum allt frá árinu 1982, en Dómkórinn, nú undir stjórn Kára Þormars dómorganista, hefur haft veg og vanda af skipulagningu og rekstri þeirra. Einn af föstum liðum Tónlistardaganna er flutningur á verki sem Dómkórinn pantar hjá íslensku eða erlendu tónskáldi.
Nú er komið að flutningi nýs tónverks ársins en kórtónleikar Dómkórsins verða í Neskirkju sunnudaginn 20. nóvember kl. 20. Þar verður frumflutt messa eftir Egil Gunnarsson, fyrir kór og tíu manna hljómsveit. Messan er í fimm köflum með hefðbundnum texta. Auk þess flytur kórinn verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Martein H. Friðriksson, Önnu S. Þorvaldsdóttur og Báru Grímsdóttur.
Á þriðjudagskvöld heldur Kjartan Sigurjónsson orgeltónleika í Dómkirkjunni þar sem hann leikur Gotnesku svítuna eftir Böellmann og Fantasíu og fúgu eftir Bach.

Ástbjörn Egilsson, 18/11 2011 kl. 10.38

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS